Haustmót GR kvenna 2020

Haustmót GR kvenna 2020

Það er komið að síðasta viðburði GR kvenna þetta sumarið, sjálfu Haustmótinu.

Mótið verður haldið sunnudaginn 6. september á Korpúlfsstaðavelli. Rástímar eru frá kl. 8:00 – 13:00

Keppnisfyrirkomulag mótsins er Greensome Tveir leikmenn leika saman í greensome. Báðir slá af teig og velja síðan betra teighöggið. Eftir það er slegið til skiptist, sá sem átti teighöggið sem var ekki valið slær þá annað höggið og svo koll af kolli þangað til leikmenn klára holuna.

Til að mynda liðsforgjöf fær liðið 40% af leikforgjöf hærri leikmanns og 60% af lægri leikforgjöf, hámarksforgjöf er 28. Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin á mótinu, vegna COVIDS getum því miður ekki haldið lokahóf og þurfum einnig að sleppa nándarverðlaunum og skorkortaútrdrætti, í staðinn munum veita auka verðlaun fyrir eftirtalin sæti: 7-12-20-24-28-32 og einnig munum við veita verðlaun fyrir 2 og 7 neðsta sætið. 

Skráning í mótið hefst mánudaginn 31. ágúst kl.12:00 - Mótsgjald er 4.000 og greiða þarf inn á reikning 537-14-000848, kt.160672-4049.(Guðrún Óskarsdóttir)

Leiðbeiningar um skráningu:
Skráning í mótið fer fram í rástímaskráningu í Golfbox og er eingöngu hægt að bóka tvo leikmenn (eitt lið) í hvert holl. Valinn er völlurinn „GR – Haustmót GR kvenna“ á dagsetningu mótsins 06.09.2020. ATH! Rástímarnir birtast á 5 mínútna fresti en þeir sem eru skráðir kl. 08:00 og 08:05 fara saman út kl. 08:00 – 08:10 og 08:15 fara saman út kl. 08:10 o.s.frv. Daginn fyrir mót verður réttur rástímalisti sendur á keppendur.

Til baka í yfirlit