Haustmót GR kvenna fór fram á sunnudag í alls konar veðri - úrslit

Haustmót GR kvenna fór fram á sunnudag í alls konar veðri - úrslit

Sælar kæru GR konur,

Haustmót GR kvenna fór fram í Grafarholti á sunnudag í vægast sagt alls konar veðri, regnhlífar, regnfatnaður, léttur fatnaður til skiptis, en þetta var bara gaman. Haustmótið er lokapunkturinn í sumarstarfi GR kvenna ár hvert og var þátttakan í ár alveg frábær en 96 konur voru skráðar til leiks.

Að móti loknu komu konur saman og gæddu sér á léttum hádegisverði og áttu góða stund saman um leið og þær samglöddust vinningshöfum mótsins. 

Mótið var með öðru fyrirkomulagi en undanfarin ár, spilað var Greensome þar sem tvær léku saman í liði í punktakeppni með hámarksforgjöf 28. Til að mynda liðsforgjöfina fékk liðið 40% af hærri forgjöfinni og 60% af lægri forgjöfinni. Veitt voru verðlaun fyrir 1. – 3. sæti. Haustmeistarar GR kvenna 2019 urðu þær Stefanía Margrét Jónsdóttir og Laufey Valgerður Oddsdóttir.

Úrslit mótsins urðu sem hér segir:

1.sæti - Stefanía Margrét Jónsdóttir og Laufey Valgerður Oddsdóttir með 44 punkta
2.sæti - Íris Ægisdóttir og Bára Ægisdóttir með 41 punkt
3.sæti -  Helga Friðriksdóttir og Rut Aðalsteinsdóttir með 40 punkta

Næstar holu: 

  2.braut – Sigríður Oddný Marinósdóttir – 4,32m
  6.braut – Guðrún Hólmfríður Guðnadóttir – 1,09m
11.braut – Íris Ægisdóttir - 4,04m
17.braut – Guðrún Þórarinsdóttir – 0,30m

Meðfylgjandi eru úrslit Haustmóts GR kvenna - Úrslit_haustmót_2019.pdf

GR konur óska verðlaunahöfum innilega til hamingju með flottan árangur. 

Við þökkum öllum þeim styrktaraðilum kærlega fyrir sem lögðu okkur lið og gáfu vinninga í öll mótin sem haldin voru í vor og sumar. Það er ómetanlegur stuðningur og án stuðnings fyrirtækjanna væri erfitt að halda starfi sem okkar gangandi.

Kvennanefndin samanstendur af kjarnakonum sem allar eru tilbúnar að leggja sitt af mörkum til að skapa skemmtilega stemmningu í kringum GR konur. Þetta er sjálfboðaliðastarf í orðsins fyllstu merkingu en starfið er að sama skapi mjög gefandi og skemmtilegt. Hrós og klapp á öxl er okkur dýrmætt en ekki síður viljum við heyra af því ef eitthvað er sem ykkur finnst ekki vera að virka eða megi betur fara. 

Hlökkum til komandi vetrar en þangað til hafið það sem allra best og njótið golfs á meðan veður leyfir. 

Kær kveðja og takk fyrir samfylgdina í sumar! 

Kvennanefndin
Guðrún, Inga Nína, Kristín, Ljósbrá, Sigga og Þórey. 

Til baka í yfirlit