Það viðraði bara nokkuð vel á GR konur í Haustmótinu sem fram fór á Korpunni í svo dásamlegu haustveðri að það minnti helst á topp sumardag en mótið er lokapunkturinn í sumarstarfi GR kvenna ár hvert og var þátttakan í ár alveg frábær, 117 konur voru skráðar til leiks. Spilað var Áin/Landið og voru aðstæður til golfiðkunar eins og fyrr segir, frábærar.
Að móti loknu komu konur saman á efri hæð Korpunnar og gæddu sér á léttum hádegisverði og áttu góða stund saman um leið og þær samglöddust vinningshöfum mótsins.
Mótið er punktakeppni með hámarksforgjöf 36 þar sem veitt eru verðlaun fyrir 1. - 5 sæti en einnig eru veitt verðlaun fyrir besta skor í höggleik. Mælingar voru á öllum par 3 brautum vallarins og verðlaun veitt fyrir lengsta teighögg á 26.braut.
Úrslit mótsins urðu sem hér segir:
- sæti Sjöfn Sigþórsdóttir, 43 punktar (fleiri pkt á seinni 9)
- sæti Margrét Jamchi Ólafsdóttir, 43 punktar
- sæti Freyja Önundardóttir, 42 punktar (fleiri pkt á síðustu 3)
- sæti Ásta Björk Styrmisdóttir, 42 punktar
- sæti Ingunn Sigurðardóttir, 41 punktur (fleiri pkt á síðustu 6)
Haustmeistari GR kvenna 2018 er Sjöfn Sigþórsdóttir, 43 punktar.
Besta skor á Haustmóti GR kvenna 2018 á Alda Harðardóttir 80 högg
Lengsta teighögg á 26.braut - Helga Óskarsdóttir
Næstar holu (mæling á flöt):
13.braut - Margrét Richter 15sm
17.braut - Hrönn Sveinsdóttir 2.84m
22.braut - Jóna Guðrún Ásgeirsdóttir 1.21m
25.braut - Halla Björk Ragnarsdóttir 2.41m
Sú sem fékk flesta fugla í mótinu er Hólmfríður M. Bragadóttir en hún fuglaði 16.og 18.braut.
Önnur úrslit má finna á golf.is undir Haustmót GR kvenna
GR konur óska verðlaunahöfum innilega til hamingju með flottan árangur.
Við þökkum öllum þeim styrktaraðilum kærlega fyrir sem lögðu okkur lið og gáfu vinninga í öll mótin sem haldin voru í vor og sumar. Það er ómetanlegur stuðningur og án stuðnings fyrirtækjanna væri erfitt að halda starfi sem okkar gangandi.
Kvennanefndin samanstendur af kjarnakonum sem allar eru tilbúnar að leggja sitt af mörkum til að skapa skemmtilega stemmningu í kringum GR konur. Þetta er sjálfboðaliðastarf í orðsins fyllstu merkingu en starfið er að sama skapi mjög gefandi og skemmtilegt. Hrós og klapp á öxl er okkur dýrmætt en ekki síður viljum við heyra af því ef eitthvað er sem ykkur finnst ekki vera að virka eða megi betur fara.
Hlökkum til komandi vetrar en þangað til hafið það sem allra best og njótið golfs á meðan veður leyfir.
Kær kveðja og takk fyrir samfylgdina í sumar
Kvennanefndin,
Elín Sveins. Eygló, Guðný, Íris, Ragnheiður Helga, Sandra, Sigríður Margrét og Unnur.