Héraðsdómaranámskeið

Héraðsdómaranámskeið

GSÍ hefur núna auglýst Héraðsdómara námskeið sem haldin verða í febrúar.  Yfirdómari GR hvetur alla áhugasama um að kynna sér þetta vel og stefna á að taka prófið.  Allir kylfingar GR sem hafa tekið héraðsdómaraprófið hafa tök á að taka þátt í dómarastörfum innan GR og vera virkir dómarar í mótum.  Það ættu allir hópar að vera með að lágmarki einn dómara í sínum hópi, og hvet ég konur sérstaklega til að skoða þetta, okkur veitir ekkert af konum í dómarahópinn hjá GR.

Félagsmenn hafa tök á að senda email á yfirdómara og fá nánari upplýsingar: domari@grgolf.is

Það er gaman að þekkja golfreglurnar vel, allar nánari upplýsingar er að finna á golf.is

Til baka í yfirlit