Kæru GR-ingar,
Við viljum minna alla félagsmenn á Héraðsdómaranámskeið sem haldið er á vegum GSÍ núna í mars. Allar upplýsingar um námskeiðið og skráningu er hægt að nálgast hér
Námskeiðið er frítt fyrir alla þá sem skráðir eru í golfklúbba á Íslandi og því tilvalið að nýta það til að læra golfreglurnar. Í ár verður námskeiðið haldið rafrænt og hægt að horfa á það þegar mönnum hentar best og því tilvalið að skrá sig til leiks í ár.
Yfirdómari GR hvetur alla áhugasama kylfinga að skrá sig á námskeiðið og ljúka svo prófinu í lokin. Þeir sem eru komnir með Héraðsdómarapróf, hafa tök á að taka þátt í dómarastörfum GR og verða meðlimir í dómarahópnum. Allir sem áhuga hafa á að dæma, og ljúka prófinu munu fá þjálfun hjá reynslumiklum dómurum GR til að byggja upp sjálfstraust við dómgæslu. Einnig er mjög gott fyrir áhugasama kylfinga að fara á námskeiðið og læra reglurnar þó þeir eru ekki tilbúnir í frekari dómarastörf. Viljum sérstaklega hvetja konur til að taka prófið, það eru engar konur í dómarahópi GR. Gaman væri er að allir hópar innan GR hafi að minnsta kosti einn dómara innan síns hóps.
Nú þegar eru 25 meðlimir GR og þar af 8 konur búin að skrá sig á námskeiðið.
Allir kylfingar þurfa að þekkja golfreglurnar vel og hægt er að nálgast allt um reglurnar á íslensku ásamt skemmtilegum spurningum hér
Fyrir allar nánari upplýsingar er best að vera í sambandi við yfirdómara GR: domari@grgolf.is
Kveðja,
Aron Haukson – yfirdómari GR