Hjóna- og parakeppni GR 2019

Hjóna- og parakeppni GR 2019

Hjóna og parakeppni Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldin á Korpu mánudaginn 17. júní. Lykkjur mótsins verða Áin/Landið. Mótið er innanfélagsmót. Keppnisfyrirkomulag mótsins er Greensome þar sem tvö leika saman í liði. Til að mynda liðsforgjöf fær liðið 40% af leikforgjöf hærri leikmans og 60% af lægri leikforgjöf. Hámarksforgjöf karla er 24 og hjá konum 28. Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin og nándarverðlaun eru veitt á öllum par 3 holum vallarins.

Ræst er út samtímis af öllum teigum kl. 08:00, mæting kl. 07:00. Rástímar á www.golf.is eru einungis til að raða í holl. Mikilvægt er að þau sem ætla að spila saman í liði séu skráð hlið við hlið í rástíma.

Skráning í mótið hefst í dag, miðvikudaginn 12. júní kl. 12:00 á www.golf.is - Mótsgjald er 4.600 kr. á mann og greiðist þegar mætt er til leiks.

Verðlaun:
1. sæti =  Golfskór frá ECCO fyrir tvo
2. sæti =  Golfpoki frá ECCO fyrir tvo
3. sæti =  ECCO regnhlíf og skópoki fyrir tvo

Nándarverðlaun:
13. braut: Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni 
17. braut: Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni 
22. braut: Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni 
25. braut: Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni 

Innifalið í mótsgjaldi eru veitingar að móti loknu, boðið verður upp á:
Salvíukrydduð kalkúnabringa m/kalkúnasósu og fyllingu, sætar kartöflur, kartöflugratín, eplasalat og brokkolíblanda

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit