Hólmsvöllur í Leiru er fjórði vinavöllur GR sumarið 2018

Hólmsvöllur í Leiru er fjórði vinavöllur GR sumarið 2018

Þá er komið að því að kynna vinavöll númer fjögur fyrir golfsumarið 2018 - Hólmsvöllur í Leirunni hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Þessir klúbbar endurnýjuðu samstarf sitt á síðasta ári og er það von okkar að ánægja verði meðal félagsmanna með áframhaldandi samstarf.

Félagsmenn GR greiða kr. 2.500 í vallargjald í hvert sinn sem þeir leika á Hólmsvelli og skiptir þá ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skal framvísa félagsskírteini og greiða vallargjald í afgreiðslu Golfklúbbs Suðurnesja. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.

Útbúinn verður bókunarlinkur á síðu GR á www.golf.is undir rástímar – vellir.

Heimasíðu Goflklúbbs Suðurnesja má finna hér

Með óskum um góða helgi!
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit