Hópaskráningar 2018 - umsóknarfrestur til 13. apríl

Hópaskráningar 2018 - umsóknarfrestur til 13. apríl

Nú er farið að styttast í golfsumarið 2018 og undirbúningur komin á fulla ferð, liður í þeim undirbúningi eru hópaskráningarnar sem Golfklúbbur Reykjavíkur hefur boðið félagsmönnum upp á síðan sumarið 2010 og framhald verður á á komandi sumri. Hér fyrir neðan má finna þær reglur sem gilda fyrir hópaskráningar 2018:

  • Stærð hópa, ekki færri en 8 og ekki fleiri en 20 manns í hverjum hóp.
  • Einungis verði félagsbundnir GR-ingar í hópum, þó verða gestakort og vallarkort gildandi til forbókunar.
  • Bókað verður einungis fjóra daga vikunnar; mánudag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag.
  • Hver hópur fær bókaðan tíma fjórum sinnum í mánuði þ.e.a.s. hver hópur fær bókaðan rástíma einu sinni í viku á einum af þessum fjórum völlum; Grafarholt, Korpa, Akranes og Brautarholt (með fyrirvara um breytingar).
  • Gengið er út frá því að hópar bóki sig ekki á Grafarholtsvöll og Korpúlfsstaðavöll utan forbókunar.
  • Bókun á sér stað frá kl. 08:00 til 14:50, þ.e.a.s. síðasti rástími verður kl.14:50.
  • Hópaskráningarnar taka ekki gildi fyrr en báðir vellir GR, Korpan og Grafarholtið, hafa verið formlega opnaðir

Breytingar eru samkvæmt skráningarreglum GR um afbókanir http://www.grgolf.is/frodleikur/reglubok/

Við röðun verður reynt að verða við óskum hópa um tímasetningar, innan þess tímaramma sem greint er frá hér að ofan. Verði fimm hópar eða fleiri sem óska eftir sama rástíma verða forsvarsmenn þeirra boðaðir til fundar og dregið um tíma.

Umsóknir fyrir golfsumarið 2018 þurfa að berast fyrir föstudaginn 13. apríl á netfangið dora@grgolf.is Eftir þann tíma verður ekki tekið við umsóknum um skráningar.

Ábyrgðarmaður er tilnefndur fyrir hvern hóp og tryggir hann að reglur séu haldnar t.d. að rástímar verði fullnýttir, sjá reglubók GR. Einnig óskum við sérstaklega efir því að ábyrgðarmaður tilkynni hverjum velli fyrir sig tímanlega ef forskráningatímar verða ekki nýttir.

Í umsóknum um hópaskráningar skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram:

Ábyrgðamaður: Fullt nafn og netfang
Farsímanúmer hjá ábyrgðamanni:
Nöfn og kennitölur hjá öllum í hópnum:
Ósk um hvaða vikudag hópurinn vill spila:
Ósk um hvaða tíma dags er óskað eftir rástíma:

Kveðja,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit