Hjóna- og parakeppni Golfklúbbs Reykjavíkur fór fram í dag, 17.júní. Frábær þátttaka var í mótinu og nánast slegist um plásinn. Alls mættu 62 hjón eða pör til leiks eða 124 manns. Veðrið lék við keppendur hérna í Grafarholtinu í dag. Eftir spilið tók á móti keppendum þriggja rétta hjá Holtið klúbbhús. Spilað var Greensome og veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Einnig voru veitt nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins.
Úrslitin voru eftirfarandi:
- 1.sæti: Hörður Sigurðsson og Laufey Valgerður Oddsdóttir 63 nettó
- 2.sæti: Jón Þór Gunnarsson og Birgitta Guðmunsdóttir 64 nettó
- 3.sæti: Guðmundur Hjaltason og Bogey Ragnheiður Sigfúsdóttir
Nándarverðlaun:
- 2.braut: Hörður Theodórsson 0,83 m
- 6.braut: Hrund Grétarsdóttir 3,11 m
- 11.braut: Laufey V. Oddsdóttir 1,95 m
- 17.braut: Helga Óskarsdóttir 1,48 m
Golfklúbbur Reykjavíkur óskar verðlaunahöfum til hamingju með sinn árangur og þakkar öllum fyrir þátttökuna í dag.