Hreinsunardagur á morgun, skráning á golf.is – dagskrá

Hreinsunardagur á morgun, skráning á golf.is – dagskrá

Ágætu félagar,

Á morgun, fimmtudaginn 10. maí sem jafnframt er Uppstigningardagur ætlum við að halda hreinsunardag með félagsmönnum okkar á Korpu eins og áður hefur verið auglýst. Eins og fram kom í fyrri frétt ætlum við að hittast kl.10:00 í klúbbhúsi okkar. Þar mun vallarstjóri Korpu, Hólmar Freyr Christiansson, leggja línurnar fyrir vinnudaginn. Dagskráin verður eftirfarandi:

10:00 – Mæting í klúbbhús
12:00 – Pylsupartý og svalandi drykkir
12:40 – 18 holur leiknar Sjórinn/Landið, ræst út af öllum teigum

Við viljum biðja alla þá sem ætla að mæta og taka til hendinni að skrá sig inn á golf.is í mót sem heitir „Hreinsunardagur GR - Korpa“ – þar sem þeir geta að verki loknu leikið hring á vellinum.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit