Hreyfingar leyfðar fram til 1. júlí

Hreyfingar leyfðar fram til 1. júlí

Kæru félagsmenn GR,

Ákveðið hefur verið að framlengja hreyfingum/færslum á brautum og flötum til 1. júlí.  Eftir það verða spilað hreyfingarlaust golf á Korpunni og Grafarholtið hreyfingarlaust á flötum. Því miður þá eru brautir í Grafarholtinu þannig að leyfa verður vítalausar færslur allt sumarið.

Það er mjög umdeilt hjá félagsmönnum GR hvort leyfa eigi færslur allt árið eða ekki, golfreglurnar eru skýrar og segja orðrétt:

Regla 1.1:

Í hverju höggi leikur leikmaðurinn:

  • Völlinn eins og hann kemur að honum, og
  • Boltanum eins og hann liggur.

Það eru þó undantekningar á þessu, sem eru svokallaðar bætt lega (vetrarreglur), hægt er að nálgast þær í kaflanum E-3 í skjalinu „Opinberar leiðbeiningar“ sem hægt er að nálgast inná golf.is, þar segir orðrétt:

Tilgangur. Þegar tilfallandi staðbundnar óeðlilegar aðstæður kunna að trufla leik á ósanngjarnan hátt er hægt að skilgreina aðstæðurnar sem grund í aðgerð. Óhagstæðar aðstæður, svo sem mikill snjór, þíða að vori, langvarandi rigningar eða mikill hiti geta stundum skemmt völlinn eða valdið því að ekki sé hægt að nota þung sláttutæki.

Þegar slíkar aðstæður eru útbreiddar á vellinum getur nefndin kosið að setja staðarreglu fyrir „bætta legu“ (einnig þekkt sem „vetrarreglur“) til að gera leik sanngjarnari eða hlífa brautinni. Slíkar staðarreglur ætti að taka úr notkun eins fljótt og aðstæður leyfa. 

Yfirdómara langar að benda kylfingum á það þegar þeir eru að keppa í móti og ef þeir telja boltann sinn liggja á mjög ósanngjörnum stað á braut og telja hann ósláanlegan þá má hringja í dómara, sem mætir þá á staðinn og metur aðstæður og ef hann telur þær ósanngjarnar þá mun hann merkja viðkomandi svæði blátt, þó í miðju móti sé.

Allar athugasemdir vinsamlegast sendast á domari@grgolf.is

Kveðja
Yfirdómarinn

Til baka í yfirlit