Húsatóftarvöllur hjá Golfklúbbi Grindavíkur er fimmti vinavöllur GR golfsumarið 2019

Húsatóftarvöllur hjá Golfklúbbi Grindavíkur er fimmti vinavöllur GR golfsumarið 2019

Áfram heldur kynning vinavalla GR fyrir golfsumarið 2019 og er komið að þeim fimmta í röðinni en það er Húsatóftarvöllur hjá Golfklúbbi Grindavíkur. Þetta er fjórða árið í röð sem klúbbarnir fara í samstarf og hefur völlurinn verið vel sóttur af félagsmönnum. Uppbygging hjá Golfklúbbi Grindavíkur hefur verið mikil á undanförnum árum og hefur klúbburinn upp á allt að bjóða fyrir kylfinga sem mæta til leiks.

Félagsmenn GR greiða kr. 2.500 í vallargjald í hvert sinn sem þeir leika á Húsatóftarvelli og skiptir þá ekki máli hvort leiknar séu 9 eða 18 holur. Áður en leikur hefst skal framvísa félagsskírteini og greiða vallargjald í afgreiðslu Golfklúbbs Grindavíkur. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d. fyrirtækjamót.

Vefsíðu Golfklúbbs Grindavíkur má finna hér

Með von um góða helgi, 
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit