Hústóftarvöllur hjá Golfklúbbi Grindavíkur er áttundi vinavöllur GR 2018

Hústóftarvöllur hjá Golfklúbbi Grindavíkur er áttundi vinavöllur GR 2018

Enn bætist í hóp vinavalla fyrir golfsumarið 2018 og er sá áttundi í röðinni Hústóftarvöllur hjá Golfklúbbi Grindavíkur. Fyrsti vinavallasamningur klúbbana var gerður árið 2016 og er þetta því þriðja sumarið í röð sem félagar GR hafa vinavallaaðgang að Hústóftarvelli. Mikil uppbygging hefur verið í gangi hjá Golfklúbbi Grindavíkur frá árinu 2009 þar sem ráðist var í viðamiklar framkvæmdir á vellinum. Samhliða stækkun Húsatóftavallar í 18 holur var tekinn í gagnið nýr golfskáli sem var opnaður árið 2012.

Sömu reglur gilda fyrir félagsmenn GR og á aðra vinavelli, áður en leikur hefst skal framvísa félagsskírteini í afgreiðslu klúbbsins og ganga frá greiðslu vallargjalds, kr. 2.500. Samkomulagið gildir ekki ef félagsmenn leika með hópum, sem gert hafa sérstaka samninga um afslætti af vallargjöldum, eins og t.d fyrirtækjamót.

Vefsíðu Golfklúbbs Grindavíkur má finna hér

Með von um góða helgi,
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit