Icelandair Cargo mótaröð – frábær þátttaka í fyrstu umferð

Icelandair Cargo mótaröð – frábær þátttaka í fyrstu umferð

Frábær þátttaka var í fyrstu umferð Icelandair Cargo mótaröð barna og unglinga sem leikin var á Korpu í gær. Alls voru 49 krakkar sem tóku þátt og voru mörg þeirra að taka þátt í sínu fyrsta golfmóti. Mótaröðin verður leikin á þriðjudögum í sumar og verða alls leiknar 10 umferðir og er þátttaka opin öllum þeim börnum og unglingum sem skráð eru í félagið.

Við þökkum Icelandair Cargo kærlega fyrir að gera okkur kleift að halda þessa mótaröð fyrir þau yngstu sem eru að hefja sinn golfferil.

Kær kveðja,
Þjálfarar GR

Til baka í yfirlit