Icelandair Cargo mótaröð barna og unglinga lauk í vikunni

Icelandair Cargo mótaröð barna og unglinga lauk í vikunni

Icelandair Cargo, mótaröð barna og unglinga, lauk á þriðjudag. Mótaröðin hefur verið leikin á Korpúlfsstaðavelli alla þriðjudaga síðan sumarið 2018 og er því þriðja árinu að ljúka. Alls voru leiknar 10 umferðir þar sem 6 bestu hvers og eins telja inn í stigaútreikninginn. Mótaröðin hefur reynst góður stökkpallur fyrir þau yngstu til þess að öðlast leik- og keppnisreynslu ásamt því að mikil spenna og stemning myndast í öllum flokkum.

Hér má nálgast úrslitin á stigalistum Icelandair Cargo mótaraðarinnar 2020

Við þökkum öllum keppendum og aðstoðarmönnum þeirra kærlega fyrir þátttökuna í mótum sumarsins og bíðum spenntir eftir því að gera mótaröðina formlega upp á uppskeruhátíð barna og unglingastarfs GR í september sem auglýst verður síðar.


Við þökkum Icelandair Cargo fyrir ómetanlegan stuðning undanfarin ár og færum Atla Þór Þorvaldssyni sérstakar þakkir fyrir öflugt og óeigingjarnt starf sem stigavörður mótaraðarinnar.

Takk fyrir okkur!

Kveðja,
Þjálfarar

Til baka í yfirlit