Icelandair eykur tíðni flugs til Vestmannaeyja – hagstæð verð og afsláttur af vallargjaldi hjá GV

Icelandair eykur tíðni flugs til Vestmannaeyja – hagstæð verð og afsláttur af vallargjaldi hjá GV

Icelandair eykur tíðni flugs til Vestmannaeyja í byrjun júní og er áætlað að fjúga fjórum sinnum í viku. Flogið verður tvisvar á dag, morgun- og kvöldflug, alla mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga. Fargjöld eru afar hagstæð eða frá kr. 17.485 með farangri eða golfsetti og er hægt að bóka flug hér

Golfklúbbur Vestmannaeyja ætlar að bjóða þeim sem fljúga til Eyja 50% afslátt af vallargjaldi (með afslætti kr. 5.000) gegn framvísun brottfaraspjalds Icelandair við greiðslu vallargjalds. Afsláttur gildir ekki ef brottfararspjald er eldra en 5 daga gamalt.

Tilvalið tækifæri til að gera sér glaðan golfdag innanlands.

Golfklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Icelandair

Til baka í yfirlit