Innanfélagsmót 70 ára og eldri – fyrsta umferð leikin 29. júní

Innanfélagsmót 70 ára og eldri – fyrsta umferð leikin 29. júní

Fyrsta umferð í Innanfélagsmóti 70 ára og eldri verður leikin þriðjudaginn 29. júní, opnað verður fyrir skráningu á Golfbox í dag. Þetta er fyrsta umferð af fjórum og verða allar umferðir leiknar á Ánni, 9 holum. Keppt er í Stableford punktakeppni og leika allir keppendur af rauðum teigum.

Punktahæsti kylfingurinn í karla- og kvennaflokki verður útnefndur sigurvegari fyrir mótaröðina. Auk þess verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna fyrir hvert mót ásamt verðlaunum fyrir besta skor í karla- og kvennaflokki. Nándarverðlaun verða veitt þeim sem er næst/ur holu á 13. og 17. Braut. Athugið að sami keppandi getur ekki unnið til verðlauna fyrir höggleik og punktakeppni.

Skráning fer fram á Golfbox og í golfbúðinni á Korpu. Kylfingar greiða mótsgjald, kr. 1.000 hjá mótsstjóra þegar mætt er til leiks.

Verðlaunaafhending fyrir hvern leikdag fer fram í lok dags og verða vinningshafar að vera viðstaddir afhendingu verðlauna.

Mótsstjóri er Karl Jóhannsson.

Hvetjum alla 70 ára og eldri kylfinga klúbbsins til að skrá sig til leiks!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit