Innanfélagsmót 70 ára og eldri – lokaumferð leikin miðvikudaginn 22. september

Innanfélagsmót 70 ára og eldri – lokaumferð leikin miðvikudaginn 22. september

Lokaumferðin í Innanfélagsmóti eldri kylfinga 70 ára og eldri verður leikin miðvikudaginn 22. september og hefur verið opnað fyrir skráningu. Leiknar verða 9 holur á Ánni og er ræst út frá kl. 09:00-11:30. Keppt er í Stableford punktakeppni og leika allir keppendur af rauðum teigum.

Punktahæsti kylfingurinn í karla- og kvennaflokki verður útnefndur sigurvegari fyrir mótaröðina. Auk þess eru verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna fyrir hvert mót ásamt verðlaunum fyrir besta skor í karla- og kvennaflokki. Nándarverðlaun verða veitt þeim sem er næst/ur holu á 13. og 17. Braut. Athugið að sami keppandi getur ekki unnið til verðlauna fyrir höggleik og punktakeppni.

Opnað hefur verið fyrir skráningu í mótið og fer hún fram í mótaskrá á Golfbox eða í gegnum skrifstofu. Kylfingar greiða mótsgjald, kr. 1.000 hjá mótsstjóra eða gjaldkera þegar mætt er til leiks.

Skráningarhlekkur hér

Verðlaunaafhending fer fram í lok dags og hvetjum við alla til að vera viðstaddir í lok síðustu umferðar. Vinningshafar þurfa að vera viðstaddir til að fá verðlaun afhent. 

Mótsstjóri er Karl Jóhannsson.

Hvetjum alla 70 ára og eldri kylfinga klúbbsins til að skrá sig til leiks!
Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit