Innheimta félagsgjalda 2020

Innheimta félagsgjalda 2020

Á aðalfundi, sem haldinn var í gær, var fjárhagsáætlun ársins 2020 samþykkt og hafa félagsgjöld næsta árs nú verið lögð á inn í félagakerfi og verða þessi: 

Félagsmenn 19-26 ára, kr. 56.000
Félagsmenn 27-70 ára, kr. 111.900
Félagsmenn 71-74 ára, kr. 83.700
Félagsmenn 75 ára og eldri, kr. 83.700
Félagsmenn 75 ára og eldri*, kr. 56.000

*Enda hafi félagi verið í GR í a.m.k. 10 ár samfellt

Börn & unglingar 6-18 ára (skráningar hefjast í janúar)
Heilsársæfingar, jan-des kr. 47.850
Hálfsársæfingar, jún-des kr. 27.700
Sumaræfingar, jún-sept kr. 17.600

Golfklúbbur Reykjavíkur notast við Nóra félagakerfi við skráningu og innheimtu félagsgjalda. Opnað hefur verið fyrir skráningar inn á https://grgolf.felog.is/ og hvetjum við félagsmenn til fara yfir greiðsluupplýsingar og uppfæra ef á að gera breytingar á greiðslufyrirkomulagi vegna næsta árs. Áfram er boðið upp á það  greiðslufyrirkomulag sem hefur verið undanfarin ár – allt að 5 skipti með kröfum í banka eða allt að 10 skipti með dreifingu á greiðslukort.  

Ef engar breytingar verða gerðar að hálfu félagsmanns fyrir 20. desember næstkomandi verða félagsgjöld innheimt með sama hætti og áður. Þurfi að gera breytingar á greiðslufyrirkomulagi eftir þann tíma þarf að hafa samband við skrifstofu og er þá innheimt breytingargjald kr. 790.

Vakni einhverjar spurningar er velkomið að hafa samband við skrifstofu klúbbsins alla virka daga frá kl. 09:00-16:00 í síma 5850200.
 

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit