Innheimta félagsgjalda 2022 - ráðstöfun fer fram í gegnum Nóra

Innheimta félagsgjalda 2022 - ráðstöfun fer fram í gegnum Nóra

Fjárhagsáætlun klúbbsins var kynnt og samþykkt af félagsmönnum á aðalfundi sem haldinn var mánudaginn 6. desember. Félagsgjöld ársins 2022 hafa nú verið lögð á inn í félagakerfi og verða þessi á komandi ári: 

Félagsmenn 19-26 ára, kr. 60.000
Félagsmenn 27-70 ára, kr. 120.000
Félagsmenn 71-74 ára, kr. 90.000
Félagsmenn 75 ára og eldri, kr. 90.000
Félagsmenn 75 ára og eldri*, kr. 60.000
*Enda hafi félagi verið í GR í a.m.k. 10 ár samfellt

Golfklúbbur Reykjavíkur notast við Nóra félagakerfi við skráningu og innheimtu félagsgjalda. Opnað hefur verið fyrir skráningar inn á https://grgolf.felog.is/ og þurfa félagsmenn allir að skrá sig þar inn til að ráðstafa greiðslufyrirkomulagi næsta árs.

Athugið að ef félagsmaður ráðstafar ekki greiðslu fyrir 17. janúar næstkomandi verður ekki notast við sama greiðslufyrirkomulag og fyrra ár heldur send út ein krafa í banka með gjalddaga 2. febrúar.

Áfram er boðið upp á það  greiðslufyrirkomulag sem hefur verið undanfarin ár – allt að 5 skipti með kröfum í banka eða allt að 10 skipti með dreifingu á greiðslukort. Greiðsludreifing á kreditkort ber með sér 3% þjónustugjald. Ráðstafi félagsmenn greiðsludreifingu fyrir 25. desember verður 3% þjónustugjald ekki innheimt.

Þurfi að gera breytingar á greiðslufyrirkomulagi eftir 17. janúar þarf að hafa samband við skrifstofu og er þá innheimt breytingargjald kr. 790.

Myndband með leiðbeiningum um hvernig félagsgjöldum er ráðstafað má sjá hér

Vakni einhverjar spurningar er velkomið að hafa samband við skrifstofu klúbbsins alla virka daga frá kl. 09:00-16:00 í síma 5850200.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit