Eins og flestir félagsmenn okkar hafa orðið varir við þá hafa innheimtur vegna félagsgjalda 2019 nú verið sendar út og er gjalddagi fyrstu greiðslu í dag, 2. janúar.
Í áður útsendri tilkynningu vegna breytinga á greiðslufyrirkomulagi var sagt að „hafi engar ráðstafanir verið gerðar fyrir 17. desember mun innheimta verða send út með sama hætti og áður“ – því miður hefur það ekki alveg gengið eftir og hafa, í einhverjum tilfellum, breytingar orðið á því greiðslufyrirkomulagi sem áður var. Þetta á aðallega við þar sem kortanúmer eða gildistímar þeirra hafa breyst og krafa í banka þá verið send í staðinn, einnig þar sem gjöld hafa verið skuldfærð á kort hjá maka eða forráðamanni félagsmanns.
Nýjir gjalddagar vegna innheimtu krafna sem sendar eru í banka er nú 2. hvers mánaðar en ekki 10. hvers mánaðar eins og áður.
Innleiðing nýs greiðslukerfis hefur einhverja hnökra í för með sér og biðjum við félagsmenn um að sýna því skilning og þolinmæði. Þurfi að gera breytingar á þeim kröfum sem þegar hafa verið sendar út munu starfsmenn á skrifstofu aðstoða með það.
Golfklúbbur Reykjavíkur