Íslandsmót eldri kylfinga 2021 fór fram í Vestmannaeyjum dagana 15.-17. júlí. Mikill áhugi var á mótinu og komust ekki allir að í mótinu sem sóttust eftir því.
Guðrún Garðars úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði Íslandsmeistaratitilinn í flokki 65 ára og eldri en hún lék á samtals 272 höggum. Í öðru sæti varð Ágústa Dúa Jónsdóttir úr NK á 286 höggum og Rakel Kristjánsdóttir úr GL varð þriðja á 296 höggum.
Í karlaflokki sigraði Björgvin Þorsteinsson frá Golfklúbbi Akureyrar á samtals 231 höggi. Sæmundur Pálsson úr GR varð í öðru sæti á 238 höggum og Sigurður Aðalsteinsson úr GÖ varð þriðji á 241 höggi.
Við óskum Guðrúnu innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og öðrum keppendum til hamingju með sinn árangur.
Áfram GR!