Íslandsmót eldri kylfinga - Jón Haukur, Áslaug, Þórdís og Tryggvi Íslandsmeistarar

Íslandsmót eldri kylfinga - Jón Haukur, Áslaug, Þórdís og Tryggvi Íslandsmeistarar

Íslandsmót eldri kylfinga (+50) í samstarfi við Icelandair fór fram á Urriðavelli. Mótið var í umsjón Golfklúbbsins Odds og fjórir kylfingar fögnuðu Íslandsmeistaratitli í dag

Keppt var tveimur aldursflokkum hjá báðum kynjum, +50 og +65. Keppnisfyrirkomulagið var höggleikur án forgjafar.

Við óskum Íslandsmeisturunum til hamingju með titlana. Myndir af þeim verða teknar á verðlaunaafhendingunni á lokahófinu í kvöld.

Lokastaðan

Karlar 65+

1. Jón Haukur Guðlaugsson, GR (80-88-78) 246 högg (+33)
2. Þorsteinn Geirharðsson, GS (87-86-83) 256 högg (+43)
3. Óskar Sæmundsson, GR (79-97-84) 260 högg (+47)
4. Þór Geirsson, GO (83-85-94) 262 högg (+49)
5. Hans Óskar Isebarn, GM (91-85-90) 266 högg (+53)
6. Gunnlaugur Ragnarsson, GK (83-91-94) 268 högg (+55)
7. Gunnar Árnason, GKG (94-92-85) 271 högg (+58)
8. Þórhallur Sigurðsson, GK (90-92-93) 275 högg (+62)
9. Ingvi Árnason, GB (92-94-90) 276 högg (+63)
10. Guðmundur Ágúst Guðmundsson, GK (98-94-85) 277 högg (+64)

Konur 65+

1. Áslaug Sigurðardóttir, GKB (99-99-102) 300 högg (+87)
2. Sólveig Björk Jakobsdóttir, GK (98-104-103) 305 högg (+92)
3. Þuríður E Pétursdóttir *frávísun

Konur 50+

1. Þórdís Geirsdóttir, GK (79-82-76) 237 högg (+24)
2. Ásgerður Sverrisdóttir, GR (83-80-82) 245 högg (+32)
3. Svala Óskarsdóttir, GL (88-86-81) 255 högg (+42)
4. Guðrún Garðars, GR (85-94-80) 259 högg (+46)
5. Ragnheiður Sigurðardóttir, GKG (86-88-86) 260 högg (+47)
6.-7. Steinunn Sæmundsdóttir, GR (90-89-83) 262 högg (+49)
6.-7. María Málfríður Guðnadóttir, GKG (84-87-91) 262 högg (+49)
8. Elísabet Böðvarsdóttir, GKG (85-95-91) 271 högg (+58)
9. Kristín Sigurbergsdóttir, GK (86-90-96) 272 högg (+59)
10. Helga Gunnarsdóttir, GK (91-100-83) 274 högg (+61)

Karlar 50+

1. Tryggvi Valtýr Traustason, GÖ (72-78-77) 227 högg (+14)
2. Guðmundur Arason, GR (70-80-83) 233 högg (+20)
3. Frans Páll Sigurðsson, GK (79-78-79) 236 högg (+23)
4. Guðni Vignir Sveinsson, GS (78-87-72) 237 högg (+24)
5. Gunnar Þór Halldórsson, GK (76-86-76) 238 högg (+25)
6. Gauti Grétarsson, NK (82-81-75) 238 högg (+25)
7.-8. Björgvin Þorsteinsson, GA (79-85-75) 239 högg (+26)
7.-8. Ólafur Auðunn Gylfason, GA (83-78-78) 239 högg (+26)
9. Gunnar Páll Þórisson, GKG (86-81-75) 242 högg (+29)
10. Bergur Konráðsson, GEY (81-86-75) 242 högg (+29)

Alls voru 105 keppendur skráðir til leiks, 26 konur og 79 karlar.

Meðalforgjöfin í karlaflokki er 9,4. 
Tryggvi Valtýr Traustason úr Golfklúbbi Öndverðarness er með lægstu forgjöfina í karlaflokki en hann er með 1,7. Einar Long úr GR er þar næstur með 1,9 og Guðmundur Arason úr GR með 2,4.

Í kvennflokki er meðalforgjöfin 11,9.
Þórdís Geirsdóttir úr Keili er með lægstu forgjöfina eða 3,1. Þar á eftir kemur Svala Óskarsdóttir úr GL með 5,8 og Ragnheiður Sigurðardóttir úr GKG með 6.8.

Eins og áður segir eru keppendur alls 105 og koma þeir frá alls 19 klúbbum víðsvegar af landinu. 

Flestir þeirra koma frá Golfklúbbi Reykjavíkur og Golfklúbbnum Keili eða 22 frá hvorum klúbbi fyrir sig. GKG er með 14 keppendur.

 

Til baka í yfirlit