Íslandsmót golfklúbba 1. deild 50 ára og eldri var leikið dagana 19. – 21. ágúst. Keppni í kvennaflokki fór fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis en þar fagnaði sveit GR Íslandsmeistaratitili eftir sigur 4-1 í úrslitaleik gegn GKG. Sveit GK endaði í þriðja sæti eftir 4 1/2 – 1/2 sigur gegn GO og féll GA í 2. deild eftir leiki helgarinnar, alls tóku 8 klúbbar þátt.
Kvennasveit GR var þannig skipuð:
Ragnhildur Sigurðardóttir
Ásgerður Sverrisdóttir
Steinunn Sæmundsdóttir
Signý Marta Böðvarsdóttir,
Auður Elísabet Jóhannsdóttir
Guðný María Guðmundsdóttir,
Þuríður Valdimarsdóttir
Guðrún Garðars
Liðsstjóri: Ásta Óskarsdóttir
Í karlaflokki fór keppni fram á Hamarsvelli hjá Golfklúbbi Borgarness, þar lék sveit GR úrslitaleik við sveit GK og hafði GK betur 3-2, hafnaði GR því í öðru sæti. Í þriðja sæti varð GÖ eftir 3-2 sigur gegn GS. Það voru einnig 8 klúbbar sem tóku þátt í karlaflokki og féll GO í 2. deild.
Karlasveit GR var þannig skipuð:
Sigurjón Arnarsson
Frans Páll Sigurðsson
Guðmundur Arason
Jón Karlsson
Einar Long
Hörður Sigurðsson
Hannes Eyvindsson
Guðjón G Daníelsson
Liðsstjórar: Jón Karlsson og Guðmundur Arason
Við óskum Golfklúbbnum Keili til hamingju með sigurinn í karlaflokki og okkar konum til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn 2021.
Áfram GR!