Íslandsmót golfklúbba 1. deild 50 ára og eldri – sveitir GR

Íslandsmót golfklúbba 1. deild 50 ára og eldri – sveitir GR

Íslandsmót golfklúbba 1. deild +50 ára flokki karla og kvenna hefst í dag og lýkur á laugardag, 21. ágúst. Karlarnir leika á Hamarsvelli hjá Golfklúbbi Borgarness en keppni í kvennaflokki fer fram á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis. Golfklúbbur Reykjavíkur sendi sveitir til keppni sem taka þátt fyrir hönd klúbbsins.  Skipan sveita má sjá hér fyrir neðan.

Karlasveit GR:
Sigurjón Arnarsson
Frans Páll Sigurðsson
Guðmundur Arason
Jón Karlsson
Einar Long
Hörður Sigurðsson
Hannes Eyvindsson
Guðjón G Daníelsson

Liðsstjórar: Jón Karlsson og Guðmundur Arason

Kvennasveit GR:
Ragnhildur Sigurðardóttir
Ásgerður Sverrisdóttir
Steinunn Sæmundsdóttir
Signý Marta Böðvarsdóttir,
Auður Elísabet Jóhannsdóttir
Guðný María Guðmundsdóttir,
Þuríður Valdimarsdóttir
Guðrún Garðars

Liðsstjóri: Ásta Óskarsdóttir

Leikið er í tveimur riðlum og komast tvö efstu liðin í undanúrslit. Alls eru 8 klúbbar sem taka þátt og þar sem að keppt er um Íslandsmeistaratitilinn. 

Við óskum okkar fólki alls hins besta á Íslandsmóti golfklúbba í 1. deild 50+.

Áfram GR!

Til baka í yfirlit