Íslandsmót golfklúbba 2018 fór fram um liðna helgi, karlasveitir kepptu á Garðavelli, Akranesi en kvennasveitir áttust við á Hvaleyrarvelli í Hafnafirði.
Kvennasveit Golfklúbbs Reykjavíkur sigraði Íslandsmeistaratitilinn og er það fjórða árið í röð sem sveitin fagnar sigri á Íslandsmóti. Í 1. deild karla fagnaði sveit Keilis Íslandsmeistaratitlinum en þeir höfðu betur gegn sveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar 3/2, þetta er í fimmtánda sinn sem sveitir Keilis fagna sigri á Íslandsmóti. Karlasveit Golfklúbbs Reykjavíkur sigraði GKG í leik um þriðja sætið.
Við óskum okkar fólki til hamingju með frábæran árangur um helgina.
Golfklúbbur Reykjavíkur