Íslandsmót golfklúbba fer fram um næstu helgi, dagana 26.-28. júli, og verður 1. deild karla og kvenna með breyttu sniði í ár. Mótið ber heitið Origo Íslandsmót golfklúbba og verður leikið á tveimur völlum.
Vellirnir sem um ræðir er Leirdalsvöllur hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og Urriðavöllur hjá Golfklúbbnum Oddi og munu þeir hýsa mótið næstu tvö árin. 1. deild karla mun leika á Urriðavelli á föstudeginum og Leirdalsvelli á laugardeginum. Á meðan mun 1. deild kvenna leika á Leirdalsvelli á föstudeginum og Urriðavelli á laugardeginum. Leikirnir um 1.-4. sætið munu svo fara fram á Leirdalsvelli og leikirnir um 5.-8. sæti fara fram á Urriðavelli.
Golfklúbburinn Keilir á titil að verja í karlaflokki á meðan og Golfklúbbur Reykjavíkur í kvennaflokki.
Við óskum sveitum Golfklúbbs Reykjavíkur góðs gengis og hvetjum félagsmenn um leið til þess mæta og styðja við bakið á okkar fólki um helgina.
Sveit GR í 1. deild kvenna
- Ásdís Valtýsdóttir
- Eva Karen Björnsdóttir
- Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
- Nína Margrét Valtýsdóttir
- Perla Sól Sigurbrandsdóttir
- Ragnhildur Sigurðardóttir
- Saga Traustadóttir
- Særós Eva Óskarsdóttir
Liðsstjóri: David George Barnwell
Sveit GR í 1. deild karla
- Andri Þór Björnsson
- Arnór Ingi Finnbjörnsson
- Böðvar Bragi Pálsson
- Dagbjartur Sigurbrandsson
- Hákon Örn Magnússon
- Jóhannes Guðmundsson
- Sigurður Bjarki Blumenstein
- Viktor Ingi Einarsson
Liðsstjóri: Snorri Páll Ólafsson