Íslandsmót golfklúbba – eldri kylfinga hófst á föstudaginn var og hafa sveitir GR átt góðu gengi að fagna um helgina og leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í kvenna og karlaflokki í 1.deild í dag.
1.deild kvenna er leikin í Öndverðanesi (GÖ) og tryggði sveit GR sér sæti í úrslitum með öruggum 4 – 1 sigri á sveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar í undanúrslitum. GR konur mæta svo sveit Golfklúbbsins Keilis í úrslitum um Íslandsmeistarartitilinn í dag.
1.deild karla er leikin á Hólmsvelli í Leiru (GS) og tryggði karlasveitin sér sæti í úrslitum með sannfærandi 4-1 sigri á sveit Golfklúbbs Akureyrar í undanúrslitum og mæta þeir líkt og kvennasveitin sveit Golfklúbbsins Keilis í dag í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.
Við óskum sveitum GR góðs gengis í úrslitaleikjum dagsins!
Áfram GR!
Kvennasveit GR skipa:
Auður Elísabet Jóhannsdóttir
Ásgerður Sverrisdóttir
Ásta Óskarsdóttir
Guðrún Garðars
Helga Friðriksdóttir
Jóhanna Bárðardóttir
Stefanía M. Jónsdóttir
Steinunn Sæmundsdóttir
Svala Óskarsdóttir
Liðsstjóri: Margrét Geirsdóttir
Karlasveit GR skipa:
Frans Páll Sigurðsson
Guðjón Grétar Daníelsson
Hannes Eyvindsson
Hjalti Pálmason
Hörður Sigurðsson
Jón Karlsson
Sigurður H Hafsteinsson aðst.liðstjóri
Sigurjón Arnarson
Liðsstjóri: Sigurður Pétursson