Íslandsmót golfklúbba: GR Íslandsmeistarar í 1. deild kvenna

Íslandsmót golfklúbba: GR Íslandsmeistarar í 1. deild kvenna

Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði í 1. deild kvenna og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar í 1. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba sem lauk á laugardag. Keppt var á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, og á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Þetta var 21. Íslandsmeistaratitill GR frá því að fyrst var keppt árið 1982 í kvennaflokki. GKG varði titilinn frá því í fyrra en þetta var sjöundi sigur GKG í þessari keppni frá árinu 2004.

GKG og Keilir léku til úrslita í 1. deild karla. GKG sigraði nokkuð örugglega og er þetta í sjöunda sinn sem GKG fagnar þessum titli. Þetta er annað árið í röð sem GKG sigrar á Íslandsmóti golfklúbba 1. deild karla og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.

Í 1. deild karla varð Golfklúbbur Reykjavíkur í þriðja sæti en þeir sigruðu GM í leiknum um þriðja sætið.


GKG sigraði GR 3,5-1,5 og GK lagði GM 3-2 í undanúrslitum.

Við erum gríðarlega stolt af okkar fólki og óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn!

Golfklúbbur Reykjavíkur

 

Til baka í yfirlit