Íslandsmót golfklúbba: GR leikur til úrslita í 1. deild karla og kvenna

Íslandsmót golfklúbba: GR leikur til úrslita í 1. deild karla og kvenna

Lið GR í 1. deild karla- og kvenna leika til úrslita á Íslandsmóti golfklúbba sem lýkur í dag. Í karlaflokki mæta GR-ingar GKG eftir hörkuleiki í undanúrslitum þar sem GR lék gegn GOS og GKG lék gegn GV. GKG hefur sigrað í 1. deild karla undanfarin tvö ár og hefur því titil að verja.

Í kvennaflokki er það GR sem hefur titil að verja í 1. deild og kom liðið kom sér í úrslitaleikinn á ný með góðum 4 1/2 – 1/2 sigri gegn GA í gær. GKG mætti GM í undanúrslitaleiknum og hafði lið GM öruggan sigur 4-1. Það eru því lið GR og GM sem keppa í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Leikið er um 1. – 4. sætið á Korpúlfsstaðavelli í dag en keppni um 5. – 8. sæti fer fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Hægt er að skoða myndir frá Íslandsmóti hér og er allar upplýsingar um Íslandsmót golfklúbba 2021 að finna á vef Golfsambandsins – golf.is


Áfram GR!

 

Til baka í yfirlit