Íslandsmót golfklúbba U15 og U18 - Stúlknasveit GR 15 ára og yngri Íslandsmeistarar

Íslandsmót golfklúbba U15 og U18 - Stúlknasveit GR 15 ára og yngri Íslandsmeistarar

Síðasta föstudag kláraðist Íslandsmót klúbba 18 ára og yngri kk og kvk sem og Íslandsmót klúbba 15 ára og yngri kk og kvk. Stúlknasveit GR 15 ára léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn og höfðu betur gegn sveit GM. Í móti 18 ára og yngri sendi GR eina sveit til leiks og nældu sér í 3. Sætið. Tvær sveitir voru sendar frá klúbbnum í 18 ára og yngri strákar og eftir hörkurimmu við sveit GKG varð 2. sætið niðurstaðan.

Við óskum keppendum öllum til hamingju með frábæran árangur á móti helgarinnar og stúlkunum okkar sérstaklega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn – áfram GR!

U15 var leikið á Hellu og U18 á Akranesi og færum við þakkir til staðarhaldara fyrir frábæra velli og góða mótsstjórn. Okkar fólk gerði sitt besta og voru til fyrirmyndar innan og utan vallar. 

U15 - Stelpur
GR sendi tvær sveitir til leiks; Grafarholt og Korpu. Grafarholts sveitin gerði sér lítið fyrir og urðu Íslandsmeistarar, Korpa endaði í 6. sæti. Til gamans má nefna að Grafarholt og Korpa sveitirnar mættust í fyrsta leik holukeppninnar. Sveitirnar voru skipaðar eftirfarandi leikmönnum:

Grafarholt
Helga Signý Pálsdóttir
Pamela Ósk Hjaltadóttir
Þóra Sigríður Sveinsdóttir
Perla Sól Sigurbrandsóttir
Brynja Dís Viðarsdóttir

Korpa
Ninna Þórey Björnsdóttir
Erna Steina Eysteinsdóttir
Margrét Eysteinsdóttir
Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir
Ragna Lára Ragnarsdóttir

U15 - Strákar
GR sendi einnig tvær sveitir til keppni líkt og hjá stelpunum. Grafarholt endaði í 7. sæti og Korpa í 15. sæti. Mót sem fer svo sannarlega í reynslubankann hjá þeim sem skipuðu sveitirnar en þær voru skipaðar eftirfarandi leikmönnum:

Grafarholt
Valdimar Ólafsson
Daníel Sean Hayes
Hjalti Kristján Hjaltason
Nói Árnason
Tryggvi Jónsson

Korpa
Jón Eysteinsson
Ingimar Jónasson
Benedikt Líndal Heimisson
Alexander Aron Jóhannsson
Guðjón Darri Gunnarsson
Alex Þór Geirsson

U18 - Stelpur
GR sendi eina sveit til leiks sem stóð sig vel og nældu þær sér í 3. sætið. Sveitin var skipuð eftirfarandi leikmönnum:

Nína Margrét Valtýsdóttir
Berglind Ósk Geirsdóttir
Auður Sigmundsdóttir
Bjarney Ósk Harðardóttir

U18 - Strákar
GR sendi tvær sveitir til keppni; Grafarholt og Korpa. Grafarholt komst í úrslitaleikinn og eftir varð 2. sætið niðurstaðan, Korpa endaði í 7. sæti. Eftirfarandi leikmenn skipuðu sveitir GR:

Grafarholt
Ísleifur Arnórsson
Jóhann Frank Halldórsson
Böðvar Bragi Pálsson
Bjarni Þór Lúðvíksson
Finnur Gauti Vilhelmsson 

Korpa
Arnór Már Atlason
Kjartan Guðnason
Halldór Viðar Gunnarsson
Fannar Grétarsson
Eyþór Björn Emilsson

Til baka í yfirlit