Íslandsmót - Guðmundur Ágúst og Guðrún Brá nýkrýndir Íslandsmeistarar

Íslandsmót - Guðmundur Ágúst og Guðrún Brá nýkrýndir Íslandsmeistarar

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK eru nýkrýndir Íslandsmeistarar í golfi 2019.

Þetta er í fyrsta sinn sem Guðmundur Ágúst sigrar á Íslandsmóti í höggleik en Guðrún Brá varði titilinn frá síðasta ári. Guðrún hélt forystu í mótinu alla keppnisdaga og lauk leik á samtals -3, í öðru sæti varð Saga Traustadóttir úr GR sem lauk leik á +4. Guðmundur Ágúst sigraði á alls -9 og var 5 höggum betri en þeir Arnar Snær Hákonarson, Rúnar Arnórsson og Haraldur Franklín Magnús sem allir voru jafnir á samtals -4.

Lokastaðan í kvennaflokki:
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (70- 69- 70-72) 281 högg (-3)
2. Saga Traustadóttir, GR (69-74-70-75) 288 högg (+4) 
3. Nína Björk Geirsdóttir, GM (73-69-75-73) 290 högg (+6)
4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (69-78-76-71) 294 högg (+10)
5. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (76-75-72-73) 296 högg (+12)
6. Berglind Björnsdóttir, GR (73-73-74-77) 297 högg (+13)
7. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (78-74-75-74) 301 högg (+17)
8. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR (75-74-79-74 302 högg (+18)

Lokastaðan í karlaflokki: 
1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR (72-68-68-67) 275 högg (-9)
2.-4. Arnar Snær Hákonarson, GR (74-68-69-69) 280 högg (-4)
2.-4. Rúnar Arnórsson, GK (71-70-74-65) 280 högg (-4)
2.-4. Haraldur Franklín Magnús, GR (70-69-72-69) 280 högg (-4)
5.-7. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (73-71-67-70) 281 högg (-3)
5.-7. Aron Snær Júlíusson, GKG (74-68-71-68) 281 högg (-3)
5.-7. Andri Þór Björnsson, GR (70-66-74-71) 281 högg (-3)
8.-11. Bjarki Pétursson, GKB (72-70-73-70) 285 högg (+1)
8.-11. Ólafur Björn Loftsson, GKG (72-70-70-73) 285 högg (+1)
8.-11. Böðvar Bragi Pálsson, GR (71-71-70-73) 285 högg (+1)
8.-11. Jóhannes Guðmundsson, GR (70-69-77-69) 285 högg (+1)

Við óskum Íslandsmeisturum til hamingju með titilinn og þökkum keppendum og öllum sem að mótinu komu fyrir frábæra mótahelgi.

Golfklúbbur Reykjavíkur

 

Til baka í yfirlit