Ágætu GR-ingar,
Íslandsmótið í höggleik 2019 fer fram í Grafarholti dagana 8. - 11. ágúst.
Þetta er stærsta mót ársins í íslensku golfi. Sjónvarpað verður frá mótinu síðustu þrjá dagana. Það eru mörg verk sem þarf að vinna til þess að allt verði eins og best verður á kosið. Við bjóðum klúbbfélögum að koma að mótinu með okkur með því að gefa kost á sér sem sjálfboðaliðar. Við ætlum að vera með framverði til þess að aðstoða kylfinga við að finna bolta á ákveðnum stöðum. Einnig þarf aðstoð við upplýsingagjöf, umferðastýringu og skorskráningar svo nokkuð sé nefnt. Hafir þú tök á því að aðstoða okkur við framkvæmd mótsins, vinsamlegast skráðu þig á formið sem hlekkurinn hér fyrir neðan vísar á.
Þeir sjálfboðaliðar sem taka þátt fá að launum boltakort í Bása auk þátttökurétts í Formannabikarnum sem haldinn verður mánudaginn 12. ágúst - daginn eftir að Íslandsmóti lýkur.
Með von um góðar undirtektir,
Mótsstjórn