Íslandsmót í golfi – um 90 keppendur halda áfram eftir annan keppnisdag

Íslandsmót í golfi – um 90 keppendur halda áfram eftir annan keppnisdag

Annar keppnisdagur á Íslandsmóti í golfi er hafinn á Grafarholtsvelli. Eftir fyrsta keppnisdag voru þær Saga Traustadóttir úr GR og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG  jafnar á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari vallar. Andri Már Óskarsson og Hlynur Geir Hjartarson, báðir úr GOS, voru einnig jafnir á 69 höggum í karlaflokki.

Það verður spennandi að sjá hverjir komast í gegnum niðurskurð eftir annan keppnisdag en um það bil 90 keppendur halda áfram keppni eftir daginn í dag.

Allar upplýsingar um rástíma, skor og stöðu keppenda má finna hér

Við hvetjum félagsmenn og aðra áhugasama til að mæta á Grafarholtsvöll um helgina og fylgjast með okkar bestu kylfingum takast á um Íslandsmeistaratitilinn.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit