Íslandsmót í höggleik unglinga fór fram um helgina – frábær árangur hjá framtíð klúbbsins

Íslandsmót í höggleik unglinga fór fram um helgina – frábær árangur hjá framtíð klúbbsins

Íslandsmót í höggleik unglinga fór fram hjá Golfklúbbi Suðurnesja um helgina, Hólmsvöllur í Leirunni var í góðu ástandi og átti framtíð GR góðu gengi að fagna í mótinu en af 148 keppendum voru 30 skráðir úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Þó að völlurinn hafi verið í góðu ásigkomulagi þá voru aðstæður oft á tíðum erfiðar en rok, rigning og kuldi settu svip sinn á mótið.

Keppt var í alls sjö flokkum og eignaðist klúbburinn Íslandsmeistara í fjórum þeirra ásamt fleiri verðlaunasætum í mótinu. Gaman er að segja frá því að systkinin Dagbjartur Sigurbrandsson og Perla Sól Sigurbrandsdóttir urðu bæði Íslandsmeistara í sínum flokkum, Jóhannes Guðmundsson sigraði eftir bráðabana gegn Hákoni Erni, líka úr GR,  í flokki 19-21 árs. Bjarni Þór Lúðvíksson varð Íslandsmeistari í drengjaflokki, 14 ára og yngri og Ísleifur Arnórsson varð jafn í 2.-3. sæti í sama flokk. Nína Margrét Valtýsdóttir fylgdi Perlu Sól á eftir og varð í 2. sæti í flokki stúlkna, 14 ára og yngri og að lokum endaði Viktor Ingi Einarsson í 3. sæti í flokki 17-18 ára.

Áskorendamótaröð Íslandsbanka

Áskorendamótaröð Íslandsbanka fór einnig fram um helgina og var leikin á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar og stóðu okkar krakkar sig vel þar, þessir GR-ingar unnu til verðlauna á mótaröðinni:

1. sæti Pamela Ósk Hjaltadóttir – 10 ára og yngri stúlku
1. sæti Hjalti Kristján Hjaltason - 10 ára og yngri pilta
1. sæti Lilja Grétarsdóttir – 12 ára og yngri stúlkur
3. sæti Þóra Sigríður Sveinsdóttir – 12 ára og yngri stúlkur
3. sæti Daníel Björn Baldursson – 12 ára og yngri piltar
2-3. sæti Arnór Már Atlason – 14 ára og yngri piltar
2-3. sæti Jóhann Frank Halldórsson – 14 ára og yngri piltar

Við óskum þessum frábæru kylfingum framtíðarinnar með flottan árangur á móti helgarinnar.

Golfklúbbur Reykjavíkur


Önnur úrslit Íslandsmótinu er að finna hér:

14 ára og yngri kvk.
1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (83-77-85) 245 högg (+29)
2. Nína Margrét Valtýsdóttir. GR (85-91-77) 253 högg (+37)
3. María Eir Guðjónsdóttir, GM (81-94-81) 256 högg (+40)

14 ára og yngri kk.
1. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR (74-76-69) 219 högg (+3)
2.-3. Dagur Fannar Ólafsson, GKG (76-81-78) 235 högg (+19)
2.-3. Ísleifur Arnórsson, GR (76-81-78) 235 högg (+19)

15-16 ára kvk.
1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (75-81-80) 236 högg (+20)
2.-3.Kinga Korpak GS (80-89-77) 246 högg (+30)
2.-3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (82-80-84) 246 högg (+30)

15-16 ára kk.
1. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR (71-70-75) 216 högg (par)
2. Svanberg Addi Stefánsson, GK (71-76-76) 223 högg (+7)
3. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (69-79-80) 228 högg (+12)

17-18 ára kvk.
1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (84-76-85) 245 högg (+29)
2. Árný Eik Dagsdóttir, GKG (84-84-82) 250 högg (+34)
3. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS (77-84-90) 251 högg (+35)

17-18 ára kk.
1. Ingvar Andri Magnússon, GKG (72-77-71) 220 högg (+4)
2. Sverrir Haraldsson, GM (73-75-74) 222 högg (+6)
3.-4 Viktor Ingi Einarsson, GR (72-80-74) 226 högg (+10)
3.-4 Jón Gunnarsson, GKG (75-74-77) 226 högg (+10)

19-21 árs kk.
1. Jóhannes Guðmundsson, GR (72-73-70) 215 högg (-1)
2. Hákon Örn Magnússon, GR (70-75-70) 215 högg (-1)
3. Hlynur Bergsson, GKG (73-72-71) 216 högg (par)

Til baka í yfirlit