Íslandsmót í holukeppni: Ólafía Þórunn og Axel tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn

Íslandsmót í holukeppni: Ólafía Þórunn og Axel tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn

Íslandsmótinu í holukeppni á Akureyri lauk lauk í gær og stóð okkar fólk sig gríðarlega vel á mótinu um helgina. Í kvennaflokki tryggði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sér Íslandsmeistaratitilinn eftir GR úrslitaleik og hörku viðureign við Evu Karen Björnsdóttir. Ragnhildur Kristinsdóttir tryggði sér svo þriðja sætið með sannfærandi sigri gegn Guðrúnu Brá úr GK. 

Í karlaflokki lék Hákon Örn Magnússon úr GR til úrslita gegn Axeli Bóassyni úr GK í gríðarlega spennandi leik þar sem þeir skiptust á að leiða allt til enda þar sem Axel hafði betur. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR tryggði sér svo þriðja sætið með öruggum sigri gegn Ólafi Birni Loftssyni úr GKG. 

Þess má til gamans geta að þegar komið var í 8 manna úrslit í karla og kvennaflokki voru 9 af 16 kylfingum sem fóru upp úr riðlunum úr Golfklúbbi Reykjavíkur.

Hér má finna frétt af mótinu þar sem hægt er að skoða stöðu og skor keppenda

Við óskum okkar fólki til hamingju með sigurinn og frábæran árangur um helgina.

Áfram GR!

Til baka í yfirlit