Íslandsmót í holukeppni: Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði Origo bikarinn

Íslandsmót í holukeppni: Ragnhildur Kristinsdóttir sigraði Origo bikarinn

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR stóð uppi sem sigurvegari í dag á Íslandsmótinu í holukeppni, Origo bikarnum, sem leikið var á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Origo bikarinn er hluti af Eimskipsmótaröðinni sem jafnframt er mótaröð þeirra bestu á Íslandi. Rúnar Arnórsson úr Keili Hafnarfirði sigraði í karlaflokki eftir 3/2 sigur gegn félaga sínum Birgi Magnússyni. Origo-bikarinn fór nú fram í 31. skipti en fyrst var keppt á Íslandsmótinu í holukeppni árið 1988 og er þetta í fyrsta sinn sem Ragnhildur og Rúnar fagna sigri á mótinu.

Ragnhildur sigraði 2/1 sigur gegn Helgu Kristínu Einarsdóttir úr Keili, hún vann allar þrjár viðureignir sínar í riðlakeppninni nokkuð örugglega. Í 8-manna úrslitum sigraði hún Andreu Ýr Ásmundsdóttur (GA) (7/5), í undanúrslitum hafði hún betur gegn Huldu Clöru Gestsdóttur (GKG) (3/2), og úrslitaleikurinn endaði með 2/1 sigri Ragnhildar gegn Helgu Kristínu.

Alls voru 32 karlar og 24 konur sem hófu keppni s.l. föstudag en leikin var riðlakeppni í fyrstu þremur umferðunum. Efstu kylfingarnir úr hverjum riðli komust áfram í átta manna úrslit.

Hulda Clara Gestsdóttir (GKG) varð nýverið Íslandsmeistari unglinga í flokki 15-16 ára. Hulda Clara varð þriðja í kvennaflokknum eftir að hafa lagt Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur (GK) 4/3.

Ingvar Andri Magnússon (GKG) varð þriðji í karlaflokki eftir að hafa lagt Andra Má Óskarsson úr GHR 3/2. Ingvar Andri varð á dögunum Íslandsmeistari unglinga í flokki 17-18 ára og er því að leika vel þessa dagana.

Við erum að sjálfsögðu gríðarlega stolt af okkar stelpu og óskum bæði henni og Rúnari til hamingju með titilinn.

Önnur úrslit úr mótinu er að finna í frétt á golf.is

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit