Íslandsmót í holukeppni - Saga Traustadóttir Íslandsmeistari í kvennaflokki

Íslandsmót í holukeppni - Saga Traustadóttir Íslandsmeistari í kvennaflokki

Íslandsmótinu í holukeppni sem leikið var á glæsilegum velli Golfklúbbsins Leynis á Akranesi nú um helgina lauk í gær og átti Golfklúbbur Reykjavíkur góðu gengi að fagna.

Í kvennaflokki léku GR liðsfélagarnir og vinkonurnar Saga Traustadóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir til úrslita og háðu frábært einvígi sem fór alla leið í bráðabana þar sem Saga tryggði sér titilinn með frábærum fugli á fyrstu holu. Við óskum Sögu innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og Ragnhildi til hamingju með annað sætið, frábært golf og frábær leikur hjá þessum efnilegu kvenkylfingum.

Í karlaflokki sigraði Rúar Arnórsson úr GK og varð Ólafur Björn Loftsson í öðru sæti. Félagarnir Jóhannes Guðmundsson og Arnór Ingi Finnbjörnsson, báðir úr GR, háðu mikla baráttu um þriðja sætið þar sem Jóhannes lagði Arnór í bráðabana á fyrstu holu. Við óskum þeim félögum til hamingju með gott mót og Jóhannesi sérstaklega með sinn árangur.

Þrjú efstu sætin í karla- og kvennaflokki urðu þessi:

  1. Rúnar Arnórsson, GK 
  2. Ólafur Björn Loftsson, GKG 
  3. Jóhannes Guðmundsson, GR
  1. Saga Traustadóttir, GR 
  2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 
  3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 

Öll úrslit úr mótinu má nálgast hér

Frábær árangur hjá okkar fólki  - Áfram GR!

Til baka í yfirlit