Íslandsmót – lokahringur leikinn í dag

Íslandsmót – lokahringur leikinn í dag

Lokahringur á Íslandsmótinu í golfi er leikinn í dag en keppni hefur staðið yfir síðan á fimmtudag. Mótið hefur farið vel fram og miðað við stöðuna eftir þriðja keppnisdag er ljóst að kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur þykja líklegir Íslandsmeistarar en þrír efstu fyrir lokahringinn eru allir úr GR – Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Þór Björnsson og Arnar Snær Hákonarson. Í kvennaflokki hefur Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK haldið forystunni og var á -4 fyrir lokahring, næst á eftir henni á pari vallar er Saga Traustadóttir úr GR.

Það má reikna með spennandi keppni í dag meðal efstu kylfinga og hvetjum við félagsmenn og aðra áhugasama til að mæta á völlinn og fylgjast með keppni.

Bein útsending hjá RÚV í dag er frá kl. 14:00 – 17:30 og verður áfram hægt að fylgjast með uppfærðri stöðu og skori keppenda hér

Staðan eftir þriðja keppnisdag var þessi:

Kvennaflokkur:
1.Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (70-69-70) 209 högg (-4)
2.Saga Traustadóttir, GR (69-74-70) 213 högg (par)
3.Nína Björk Geirsdóttir, GM 73-69-75  217 högg (+4)
4.Berglind Björnsdóttir, GR 73-73-74 220 högg (+7)
5.-6.Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 69-78-76 223 högg (+10)
5.-6.Helga Kristín Einarsdóttir, GK 76-75-72 223 högg (+10)

Karlaflokkur
1.Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 72-68-68 208 högg (-5)
2.Andri Þór Björnsson, GR 70-66-74 210 högg (-3)
3.-5.Arnar Snær Hákonarson, GR 74-68-69 211 högg (-2)
3.-5.Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 73-71-67 211 högg (-2)
3.-5.Haraldur Franklín Magnús, GR 70-69-72 211 högg (-2)
6.-8.Ragnar Már Garðarsson, GKG 77-67-68 212 högg (-1)
6.-8.Ólafur Björn Loftsson, GKG 72-70-70 212 högg (-1)
6.-8.Böðvar Bragi Pálsson, GR 71-71-70 212 högg (-1)


Við óskum kylfingum alls hins besta á vellinum í dag!

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit