Íslandsmót unglinga í höggleik var haldið á Leirdalsvelli í Garðabæ um liðna helgi þar sem yngri kylfingar frá öllum landshornum kepptu til verðlauna. Íslandsmótið var síðasta mótið á Íslandsbankamótaröðinni og var mikil spenna í baráttunni um stigameistaratitla í öllum aldursflokkum. Samhliða fór lokamótið á Áskorendramótaröðinni fram á Setbergsvelli þar sem yngstu kylfingarnir etjuðu kappi hvort við annað með brosið og leikgleðina að vopni.
Ungir kylfingar úr GR áttu frábæru gengi að fagna í mótinu og þess ber að geta að Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Kjartan Sigurjón Kjartansson gerðu sér lítið fyrir og fóru holu í höggi, Kjartan á fyrsta keppnisdegi á 17. braut og Jóhanna Lea á öðrum keppnisdegi á 13. braut. Við óskum þeim innilega til hamingju með afrek helgarinnar.
Hart var barist í öllum flokkum hjá stelpum og strákum og tryggðu GR krakkarnir þau Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Böðvar Bragi Pálsson og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir sér Íslandsmeistaratitla í sínum aldursflokkum. Til hamingju með Íslandsmeistaratitlana krakkar!
GR eignaðist einnig stigameistara í fjórum aldursflokkum þegar þau Nína Margrét Valtýsdóttir, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Böðvar Bragi Pálsson og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir tryggðu sér sigur í titilbaráttunni um helgina og færum við þeim hamingjuóskir með frábæran árangur í sumar!
GR átti fleiri fulltrúa á verðlaunapalli í Íslandsmótinu og á Áskorendamótaröðinni og óskum neðangreindum kylfingum úr GR og öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn í Íslandsmótinu og á mótaröðinni í sumar.
Helstu úrslit hjá ungum kylfingum úr GR:
Íslandsmeistarar unglinga 2019
- Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR 14 ára og yngri stelpur
- Böðvar Bragi Pálsson GR 15 – 16 ára piltar
- Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 17 – 18 ára stúlkur
Verðlaunasæti í Íslandsmóti unglinga
- Helga Signý Pálsdóttir GR 2.sæti 14 ára og yngri stelpur
- Kjartan Sigurjón Kjartansson GR 2. sæti 15 – 16 ára piltar
- Bjarney Ósk Harðardóttir GR 3. sæti 15 – 16 ára stúlkur
- Nína Margrét Valtýsdóttir GR 3. Sæti 15 – 16 ára stúlkur
Stigameistarar GSÍ 2019
- Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR 14 ára og yngri stelpur
- Nína Margrét Valtýsdóttir GR 15 – 16 ára stelpur
- Böðvar Bragi Pálsson GR 15 – 16 ára piltar
- Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 15 – 16 ára stúlkur
Verðlaunasæti á stigalista GSÍ
- Tómas Eiríksson Hjaltested GR 2. sæti 17 – 18 ára piltar
- Ásdís Valtýsdóttir GR 3. sæti 17 – 18 ára stúlkur
- Finnur Gauti Vilhelmsson GR 3. sæti 15 – 16 ára piltar
- Helga Signý Pálsdóttir GR 3.sæti 14 ára og yngri stelpur
Áskorendamótaröðin (GSE)
9 holur flokkar
Stúlkur 10 ára og yngri
- Margrét Jóna Eysteinsdóttir GR
Drengir 10 ára og yngri
- Hjalti Kristján Hjaltason GR
Stúlkur 12 ára og yngri
- Ninna Þórey Björnsdóttir GR
18 holu flokkar
14 ára og yngri stúlkur
- Pamela Ósk Hjaltadóttir GR
- Brynja Dís Viðarsdóttir og Þóra Sigríður Sveinsdóttir GR
Öll úrslit úr mótum helgarinnar er að finna á golf.is
Við óskum verðlaunahöfum og öllum GR-ingum til hamingju með frábæran árangur um helgina!
Golfklúbbur Reykjavíkur