Íslandsmót unglinga í höggleik - frábær árangur kylfinga úr GR

Íslandsmót unglinga í höggleik - frábær árangur kylfinga úr GR

Íslandsmót unglinga í höggleik 2021 fór fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar á Hlíðavelli dagana 20.-22. ágúst 2021. Keppt var í fjórum aldursflokkum – 19-21 árs, 17-18 ára, 15-16 ára og 14 ára og yngri. Kylfingar úr Golfklúbbi Reykjavíkur áttu góðu gengi að fagna á mótinu og eignuðumst við Íslandsmeistara í þremur flokkum en það voru þau Ásdís Valtýsdóttir sem sigraði í flokki 19-21 stúlkna, Böðvar Bragi Pálsson sem sigraði í flokki 17-18 ára pilta og Perla Sól Sigurbrandsdóttir sem sigraði í flokki 15-16 ára stúlkna.

Helstu úrslit helgarinnar má sjá hér:

19-21 árs

Drengir:

  1. Daníel Ísak Steinarsson, GK á samstals 213 höggum (67-74-72)
  2. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR á samtals 214 höggum (73-68-73)
  3. Aron Emil Gunnarsson, GOS á samtals 217 höggum (75-72-70)

Stúlkur:

  1. Ásdís Valtýsdóttir, GR á samtals 252 höggum (84-83-85)
  2. María Björk Pálsdóttir, GKG á samtals 253 höggum (85-89-79)

17-18 ára

Drengir:

  1. Böðvar Bragi Pálsson, GR á samstals 214 höggum (73-68-73)
  2. Breki Gunnarsson Arndal, GKG á samtals 226 höggum (74-76-76)
  3. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR  á samtals 231 (78-75-78) og Mikael Máni Sigurðsson úr GA (78-73-80) - jafnir

Stúlkur

  1. María Eir Guðjónsdóttir, GM á samtals 231 höggi (74-78-79)
  2. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM, varð önnur á samtals 241 höggi (77-84-80)
  3. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR á samtals 250 höggum (77-91-82)

 

15-16 ára

Drengir:

  1. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG á samtals 212 höggum (71-69-72)
  2. Oliver Thor Hreiðarsson, GM á samtals 230 höggum (73-76-81)
  3. Elías Ágúst Andrésson, GR á samtals 232 höggum og Veigar Heiðarsson, GA - jafnir

Stúlkur:

  1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR á samtals 233 höggum (76-76-81)
  2. Berglind Erla Baldursdóttir, GM á samtals 241 höggi (80-80-81)
  3. Helga Signý Pálsdóttir, GR á samtals 245 höggum (82-76-87)

 

14 ára og yngri

Drengir:

  1. Markús Marelsson, GK á samtals 223 höggum (77-75-71)
  2. Hjalti Jóhannsson, GK á samtals 233 höggum (79-78-76)
  3. Andri Erlingsson, GV á samtals 241 höggi (80-84-77)

Stúlkur:

  1. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS á samtals 228 höggum (76-76-76)
  2. Eva Kristinsdóttir, GM á samtals 232 höggum (74-80-78)
  3. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR á samstals 244 höggum (82-82-80)

Við óskum nýkrýndum Íslandsmeisturum í höggleik innilega til hamingju með titlana og okkar fólki til hamingju með frábæran árangur.

Áfram GR!

Til baka í yfirlit