Íslandsmót unglinga í holukeppni – Böðvar Bragi og Perla Sól Íslandsmeistarar

Íslandsmót unglinga í holukeppni – Böðvar Bragi og Perla Sól Íslandsmeistarar

Íslandsmót unglinga í holukeppni var leikið á Grafarholtsvelli dagana 13.-15. ágúst. Rúmlega 100 keppendur tóku þátt og var keppt í fjórum aldursflokkum: 14 ára og yngri, 15-16 ára, 17-18 ára og 19-21 árs. Ungmenni úr Golfklúbbi Reykjavíkur léku til úrslita í öllum flokkum. Böðvar Bragi Pálsson varð Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára drengja og Perla Sól Sigurbrandsdóttir í flokki 15-16 ára stúlkna, við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.

Helstu úrslit úr öllum flokkum má sjá hér fyrir neðan:

19-21 árs drengir
Lárus Ingi Antonsson, GA, fagnaði sigri í flokki 19-21 árs drengja. Lárus Ingi og Tómas Eiríksson Hjaltested, GR, léku til úrslita þar sem að Lárus Ingi landaði naumum sigri 1/0. Jón Gunnarsson, GKG og Svanberg Addi Stefánsson, GK, léku um þriðja sætið þar sem að Jón hafði betur 5/4.

17-18 ára drengir
Böðvar Bragi Pálsson, GR, sigraði í úrslitaleiknum 5/4 gegn Breka Gunnarssyni Arndal úr GKG. Heiðar Snær Bjarnason, GOS, landaði þriðja sætinu með sigri á 20. holu í bráðabana gegn Aroni Inga Hákonssyni, GM.

17-18 ára stúlkur
Katrín Sól Davíðsdóttir, GM, og María Eir Guðjónsdóttir, GM léku til úrslita þar sem að Kristín Sól hafði betur 4/3. Auður Sigmundsdóttir, GR, og Bjarney Ósk Harðardóttir, GR, áttust við í leiknum um þriðja sætið þar sem að Auður hafði betur 1/0.

15-16 ára drengir
Veigar Heiðarsson, GA, sigraði í úrslitaleiknum á 20. holu í bráðbana gegn Gunnlaugi Árna Sveinssyni úr GKG. Elías Ágúst Andrason, GR, sigraði í leiknum um þriðja sætið þar sem hann hafði betur 1/0 gegn Skúla Gunnari Ágústssyni, GA.

15-16 ára stúlkur
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, sigraði í 1/0 í spennandi úrslitaleik gegn Söru Kristinsdóttur úr GM. Berglind Erla Baldursdóttir, GM, og Karen Lind Stefánsdóttir, GM, léku um þriðja sætið þar sem að Berglind hafði betur 3/1.

14 ára og yngri drengir
Markús Marelsson, GK, sigraði Hjalta Jóhannsson, GK, í úrslitaleiknum 5/3. Arnar Daði Svavarsson, GKG, endaði í þriðja sæti eftir 3/1 sigur gegn Hjalta Kristjáni Hjaltasyni, GR, 3/1.

14 ára og yngri stúlkur
Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, sigraði Evu Kristinsdóttur, GM, í úrslitaleiknum 4/3. Vala María Sturludóttir, GL, varð þriðja eftir 3/1 sigur gegn Pamelu Ósk Hjaltadóttur, GR, í leik um þriðja sætið.

Við óskum vinningshöfum helgarinnar og Íslandsmeisturum allra flokka til hamingju með sigurinn.

Áfram GR!

Til baka í yfirlit