Íslandsmótafáni GSÍ afhentur GR með formlegum hætti á formannafundi um helgina

Íslandsmótafáni GSÍ afhentur GR með formlegum hætti á formannafundi um helgina

Björn Víglundsson, formaður GR, tók formlega við Íslandsmótafána GSÍ á formannafundi sem haldinn var í Gjánni, Grindavík um síðastliðna helgi. Helgi Bragason, formaður GV, afhenti Birni fánann en Íslandsmótið í golfi fór fram á golfvellinum í Vestmannaeyjum í júlí á þessu ári.

Íslandsmótið í golfi árið 2019 verður haldið á völlum Golfklúbbs Reykjavíkur dagana 8. – 11. ágúst á næsta ári.

Til baka í yfirlit