Íslandsmótið í golfi - staðan eftir fyrsta dag

Íslandsmótið í golfi - staðan eftir fyrsta dag

Íslandsmótið í golfi 2017 á Eimskipsmótaröðinni hófst á Hvaleyrarvelli í gær. Tveir tvítugir kylfingar settu bæði vallarmet á vellinum í gær og eru efst í karla - og kvennaflokki. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR lék á -2 og Vikar Jónasson úr Keili lék á 65 höggum eða -6.

Hinn tvítugi Vikar Jónasson sýndi sínar bestu hliðar á fyrsta keppnisdeginum og lék gríðarlega vel og kom inn á 65 höggum eða 6 höggum undir pari, Guðmundur Ágúst Kristjánsson er einu höggi á eftir honum á -5 og þriðji, á -4, er Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG.

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forskot á Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni eftir fyrsta keppnisdaginn á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki. Ragnhildur lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari en Valdís er á -1.

Staðan eftir fyrsta dag á mótinu varð þessi:

1. Vikar Jónasson, GK 65 (-6)
2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 66 (-5)
3. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 67 (-4)
4.- 5. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 68 (-3)
4.- 5. Andri Þór Björnsson, GR 68 (-3)
6.-9. Haraldur Franklín Magnús, GR 69 (-2)
6.-9. Axel Bóasson, GK 69 (-2)
6.-9. Ólafur Björn Loftsson, GKG 69 (-2)
9. Lárus Garðar Long, GV 70 (-1)
10.-12. Gísli Sveinbergsson, GK 70 (-1)
10.-12. Ragnar Már Garðarsson, GKG 70 (-1)
10.-12. Theodór Emil Karlsson, GM 70 (-1)


1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 69 (-2)
2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 70 (-1)
3.-4. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG 74 (+3)
3.-4. Karen Guðnadóttir, GS 74 (+3)
5. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 75 (+4)
6.-9. Þórdís Geirsdóttir, GK 76 (+5)
6.-9. Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK 76 (+5)
6.-9. Helga Kristín Einarsdóttir, GK 76 (+5)
6.-9.Ingunn Einarsdóttir, GKG 76 (+5)

Til baka í yfirlit