Íslandsmótið í golfi – úrslit helgarinnar

Íslandsmótið í golfi – úrslit helgarinnar

Hulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson, bæði úr GKG fögnuðu Íslandsmeistaratitlunum í golfi en mótið var leikið á Jaðarsvelli um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem GKG fagnar sigri í kvennaflokki og því söguleg úrslit fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar.

Hulda Clara sigraði með nokkrum yfirburðum en hún lék hringina fjóra á samtals 2 höggum yfir pari samtals. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR lauk leik á +9 og endaði í 2. sæti, hún náði að minnka 14 högg forskot Huldu Clöru á lokahringnum. Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr GOS, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir úr GR og Berglind Björnsdóttir úr GR urðu jafnar í 3. sæti á samtals +20.

Aron Snær sigraði á 6 höggum undir pari en hann lék lokahringinn á 72 höggum eða höggi yfir pari vallar. Hann náði góðu forskoti á keppinauta sína snemma á lokahringnum á lauk sigri með jafnri spilamennsku. Jóhannes Guðmundsson úr GR lauk leik á samtals -2 og endaði í 2. sæti,  þar á eftir urðu jafnir í 3. sæti á samtals -1 þeir Lárus Ingi Antonsson úr GA, Tumi Hrafn Kúld úr GA, Birgir Björn Magnússon úr GK og Hlynur Bergsson úr GKG.

Við óskum nýkrýndum Íslandsmeisturum, okkar fólki og öðrum vinningshöfum til að hamingju með sigur helgarinnar.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit