Íþróttamaður Reykjavíkur 2020 er Guðmundur Ágúst Kristjánsson

Íþróttamaður Reykjavíkur 2020 er Guðmundur Ágúst Kristjánsson

Íþróttafólk Reykjavíkur 2020 var tilkynnt í dag með öðrum hætti en venjulega vegna aðstæðna í samfélaginu, Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR var valinn íþróttamaður ársins og íþróttakona ársins er Steinunn Björnsdóttir, handknattleikskona úr Fram.

Á árinu 2020 var Guðmundur Ágúst með keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Challenge Tour en aðeins fimm íslenskir kylfingar hafa öðlast keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Guðmundur Ágúst endaði í 46. Sæti á stigalistanum sem er næst besti árangur hjá íslenskum atvinnukylfingi á Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Besti árangur hans var á Norður-Írlandi þar sem Guðmundur Ágúst endaði í 5. sæti. Guðmundur Ágúst hefur farið hratt upp heimslistann á undanförnum misserum.

Steinunn Björnsdóttir er fyrirliði bikarmeistara og deildarameistara Fram í handknattleik 2020. Steinunn hefur verið besti leikmaður Íslandsmótsins í handbolta, eftir síðasta tímabil var hún valin besti varnar og línumaðurinn sem og valin mikilvægasti leikmaðurinn. Steinunn er fyrirmyndarleikmaður og mikill leiðtogi inn á vellinum, Steinunn leggur áherslu á að miðla reynslu sinni til yngri iðkenda og heldur fyrirlestra í félögum á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá nánar í frétt á vef Íþróttabandalags Reykjavíkur

Við óskum Guðmundi Ágústi innilega til hamingju með titilinn Íþróttamaður Reykjavíkur 2020.

Golfklúbbur Reykjavíkur

Til baka í yfirlit