J Lindeberg bikarinn - liðakeppnin hjá GR er búin að vera í fullum gangi og er nú leikjum í riðlakeppni lokið.
Ekki liggur enn fyrir hvaða lið komast í 8 liða úrslit því leika þarf bráðabana um sæti.
Hver viðureign í riðlakeppninni samanstóð að þremur leikjum, tveir tvímenningsleikir og ein fjórleikur. Lið fengu 1 stig fyrir sigur í hverri viðureign og hálft stig ef leikar enduðu jafnir. Einnig var haldið utan um stöðu leikja, hvort viðureignin fór 2-1, 3-0, 2,5-0,5 eða 1,5-1,5. Séu lið jöfn að stigum, þá ræður staða úrslitum. Sé enn jafnt er litið til innbyrðis viðureigna og ef það dugar ekki þá er leikinn bráðabani.
Í bráðabana leika tveir leikmenn fyrir sitt lið eina holu í senn þar til úrslit fást. Í bráðabana gildir samanlagt skor liðsmanna og leikið er með forgjöf.
Röð liða ræðst fyrst af stigum og síðan stöðu. Lið sem vinnur alla leikina sína 3-0 fær þá 3 stig og stöðuna 9.
Lokastaða riðla var eftirfarandi:
Sex lið hafa tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum. Það eru Ásar, FORE B, nalúK, Naloh, og Forynjur sem sigruðu sína riðla og Duftið með flest stig í öðru sæti riðils.
Eins og sjá má eru þrjú lið efst og jöfn í riðli nr. 6. Þau þurfa því að leika bráðabana um sigur í riðlinum. Liðið sem sigrar þann bráðabana verður 7. liðið til þess að tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum. Liðið í öðru sæti í 6. riðli þar síðan að fara í bráðabana við Faxa og Bomburnar sem voru í 2. sæti í riðlum 2 og 3 en öll þessi lið enda riðlakeppnina með 2 stig og 6 vinninga úr leikjum. Liðið sem vinnur síðarnefnda bráðabanann tryggir sér 8. sætið í 8 liða úrslitum.