J.Lindeberg bikarinn: riðlakeppni lokið - átta liða úrslit leikin 12. ágúst

J.Lindeberg bikarinn: riðlakeppni lokið - átta liða úrslit leikin 12. ágúst

Hin árlega liðakeppni GR er haldin í ár eins og undanfarin ár og er keppt um J.Lindeberg bikarinn. Tuttugu og fjögur lið skráðu sig til leiks í ár.

Riðlakeppni er lokið og er nú hlé á keppni yfir mesta sumarleyfistímann. Átta lið eru komin áfram í útsláttarhluta keppninnar. Keppt var í 6 riðlum og komust sigurliðin í hverjum riðli áfram, ásamt þeim tveimur liðum sem bestum árangri náðu af þeim liðum sem lentu í öðru sæti riðlanna.

Liðin sem komin eru áfram í átta liða úrslitin eru þessi:
Árbæjargolf, Ásar, Brassar, FORE, Hola í höggi, Minkurinn, Nafnlausa golffélagið og Nalúk.

Leikir í átta liða úrslitum verða allir leiknir fimmtudaginn 12. ágúst. Viku seinna eða fimmtudaginn 19. ágúst verða undanúrslitin leikin og verður úrslitaleikur að lokum leikinn í lok ágúst.

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hvaða lið mætast í 8 liða úrslitum og hvaða lið geta mæst í framhaldinu.

Til baka í yfirlit