Nú er fyrsta námskeið vetrarins fyrir félaga Golfklúbbs Reykjavíkur að byrja. Tímar verða kenndir bæði i Hreyfingu og Worldclass sem hægt er að velja um.
Tímarnir verða i Hot Yoga salnum i Breiðholti á þriðjudögum og fimmtudögum kl 18:30-19:30. Einnig verður kennt í heitum sal í Hreyfingu þriðjudaga og fimmtudaga kl 20:00-21:00. Þetta eru átta vikna námskeið sem byrja 22. október.
Skráning er hafin i World Class og Hreyfingu
Til þess að ná árangri i golfinu þurfum við að gera ýmsar æfingar til að styrkja líkaman, auka sveigjanleika og jafnvægi. Þannig fáum við lengra sveifluferli, kraftmeiri högg og umfram allt aukum við einbeitingu og úthald, minnkum líkur á meiðslum og komumst i betra form fyrir sumarið. Mikilvægasta verkfærið i golfi er líkaminn. VIð náum ekki árangri i golfi ef líkaminn er ekki sterkur, stöðugur og sveigjanlegur.
Æfingarnar eru til þess fallnar að auka vöðvajafnvægi sem skila sér í betri sveiflu og bæta líkamlega þætti sem auka líkur á betri frammistöðu á vellinum. Miklu máli skiptir að auka líkamsvitund og hreyfifærni líkamans. Ég legg áherslu á styrk, stöðugleika, snúninga og öndun sem hjálpar til að ná einbeitingu og bæta úthald. þegar fólk nær að tengja öndunina inn í æfingarnar áttar það sig á því að það opnar og lengir líkamann á innöndun og getur snúið sér. Ég legg áherslu á að því að fólki líði vel í lok hvers tíma.
Með kveðju,
Birgitta Guðmundsdóttir
Jógakennari