Jóga fyrir golfara - ný námskeið að hefjast

Jóga fyrir golfara - ný námskeið að hefjast

Ný námskeið í jóga fyrir golfara hefjast 8.janúar. Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum. Kenndir verða tímar i WorldClass Breiðholti kl 18.30-19:30 og tímar i Hreyfingu kl 20:15-21.15. Bæði námskeiðin eru kennd í hlýjum sal eða um 30 gráður.

Námskeiðið i WorldClass er 5 vikur. Námskeiðið er komið í skráningu: https://www.worldclass.is/namskeid/rolegt/golf-joga/ 

Námskeiðið i Hreyfingu er 6 vikur. Námskeiðið er komið i skráningu: https://www.hreyfing.is/vefverslun/namskeid/joga-fyrir-golfara/421 

Ef það eru hópar sem vilja dagtíma er hægt að senda fyrirspurn á golfjoga@gmail.com 

Þessir tímar henta öllum sem stunda golf, byrjendum sem og lengra komnum.
Tímarnir eru samsettir af æfingum sérsniðnum fyrir golfara. Við styrkjum líkamann, aukum sveigjanleika og jafnvægi. Umfram allt aukum við einbeitingu og úthald, minnkum líkur á meiðslum og komumst í betra form fyrir sumarið.

ÁVINNINGUR MEÐ JÓGANU:
Halda betur út heilan golfhring.
Auka vöðvajafnvægi sem skilar sér í betri sveiflu.
Auka líkamsvitund og hreyfifærni líkamans.
Bæta líkamlega þætti sem auka líkurnar á betri frammistöðu á golfvellinum.
Katherine Roberts, Arizona USA , setti saman sérhæft æfingarkerfi sem hún kallar “ YFG” yoga for golfers. Katherine var í samstarfi við fræga PGA kennara, atvinnukylfinga og aðra sem koma að þjálfun golfara, t.d. Hank Haney (fyrrum þjálfara Tiger Woods og Mark O´Meara).

Hlakka til að sjá ykkur

Bestu kveðjur,
Birgitta Guðmundsdóttir

Til baka í yfirlit